Náttúruvernd og efling byggða
Náttúrustofa Austurlands tekur þátt í verkefninu náttúruvernd og efling byggða (liður C.9 í aðgerðaáætlun byggðaáætlunar 2018-2024). Fyrsta áfangaskýrsla, um val og lýsingu á svæðum fyrir verkefnið á Austurlandi, er komin út. Verkefnið miðar að því að greina tækifæri og ávinning í héraði af nýtingu náttúruverndarsvæða, til dæmis með náttúrutengdri ferðaþjónustu. Næsta áfangaskýrsla mun fjalla um þau tækifæri og möguleg áhrif friðlýstra svæða á tekjur og atvinnu í nánasta umhverfi þeirra verða könnuð. Við hvetjum fólk til að skoða fyrstu áfangaskýrsluna og koma með athugasemdir og ábendingar.