Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Staðsettar hreinkýr

Annotation 2020 05 11 094327  vefEins og áður hefur komið fram ganga 20 hreinkýr með staðsetningakraga um hálsinn. Náttúrustofan hefur ákveðið opna aðgang að staðsetningum þeirra. Þar verður þó einungis hægt að sjá staðsetningu þeirra hverju sinni. Hafa þarf í huga að sumar kýrnar geta verið utan þjónustusvæðis og sýna þá ekki nýjustu staðsetningar.
Lokað verður fyrir aðganginn 26. júlí til 20. september.
Til að skoða staðsetningarnar fara menn inn á vefsíðu Followit
Notendanafn er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og lykilorð 66b976

Annotation 2020 05 11 094536   vef IMG 4924x vef

Hvalreki í Jökulsárhlíð

BurhvalsrekiJón Ingi Sigurbjörnsson hafði samband við Náttúrustofuna og lét vita af því að Kári Valur Hjörvarsson hefði séð hval rekinn austan Fögruhlíðaráróss í landi Ketilsstaða í Jökulsárhlíð. Kári staðfesti það og á mynd sem hann tók 21. apríl sést að líklega var það búrhvalur. Síðar kom í ljós að Róbert Elvar Sigurðsson hafði séð hann þann 19. apríl.
Náttúrustofan tilkynnti hvalrekann til hvalasérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og heimsótti hræið á sumardaginn fyrsta, myndaði og mældi og safnaði sýnum. Þetta reyndist vera 15 metra langur búrhvalstarfur. Stefán Geirsson á Ketilsstöðum mun færa hvalasérfræðingum tönn úr hvalnum svo hægt verði að aldursgreina hann en ekkert er vitað um dánarorsök hans. Talið er að búrhvalir geti orðið a.m.k. 70 ára. Ugg vekur að hvalrekum hefur fjölgað mjög á síðustu árum.
Á heimasíðu Hafrannsóknastonunar má lesa um „Hvalakomur og hvalrekar við strendur Íslands“ og þar eru „verklagsreglur um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land“.
Á heimasíðu NAMMCO  segir að fullorðnir búrhvalstarfar geti orðið 16 metra langir og jafnvel lengri. Á fyrrgreindri heimasíðu er margvíslegur fróðleikur um tegundina. Þar kemur m.a. fram að hann heitir Avgustur á færeysku.
Að lokum skal bent á frétt á heimasíðu Náttúrustofunnar um búrhvalsreka á Breiðdalsvík 2014 en þar má líka finna fróðleik um tegundina.

Vorboðarnir hver af öðrum

VetrarblómÞað er vor í lofti og er blómstrandi vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia), eða vetrarsteinbrjótur , einn af fyrstu vorboðunum úr plönturíkinu. Starfsmaður Náttúrustofu Austurlands rakst á nokkrar plöntur í blóma í vettvangsferð sinni í Reyðarfirði á dögunum.

Vetrarblóm eru af steinbrjótsætt (Saxifragaceae) og blómstra með fyrstu blómum á vorin eða í apríl en stundum í lok mars við góðar aðstæður. Plantan er mjög harðgerð og finnst í allt 1600 m hæð. Á láglendi má finna hana á melum eða á klettarindum.

Á vefjum Náttúrufræðistofnunar Íslands og  Lystigarðs Akureyrar má finna fróðleik um vetrarblóm.

 

Heimildir:
Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir (2018). Flóra Íslands, blómplöntur og byrkningar. Vaka-Helgafell, Reykjavík.
Hörður Kristinsson (2010). Íslenska plöntuhandbókin, blómplöntur og byrkningar. Mál og menning, Reykjavík.

Staða kragakúnna þann 15. apríl 2020

Kragakýrnar eru nú 20. Þær nyrstu eru komnar á burðarsvæðin vestur af Hágöngum

2 5 8 11

 

 

 

 

 

 

 


Númer 11 er Anna sem gekk á Selárdalnum 2019 fram til apríl í fyrra en þá hélt hún á
svipaðar slóðir og hún er nú. Hún var merkt við Ánavatnið á Jökuldalsheiði.

Kýrnar Vopna (5) og Arna (8) voru merktar í Hauksstaðaheiðinni fyrr í vetur. Klúka (2) er við Torfur á Héraðssandi.

Anna 15.4.2019 til 15.4.2020

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ferðir Önnu 15. apríl 2019 til 15. apríl 2020

1 3 4 6 7 9 10 15

 

 

 

 

 

 


Lína og Jenný (9 og 10) eru kýr af Fljótsdalsheiði sem reiknað er með að skili sér austur yfir Jöklu fyrir burð.
Gulla (1) er komin til fjalla og er í Flatarheiði. Hreiða (7) er á túnum við Hof í Fellum, Vesta (4) í Eiðaþinghá,
Skála (3) heldur til við Skálanes og Katla (6) undir Hettinum. Breiða (15) er innan við Þorvaldsstaði í Breiðdal.

12 13 14 16 17 18 19 20

 

 

 

 

 

 



Kýrnar á Suðausturlandi og í Hofsdal hafa lítið hreyft sig enn frá þeim stað er þær voru merktar á í byrjun febrúar.
Þann 7.4.2020 var Katla í hópi inn undir Gilsá norðan undir Hettinum. Þar voru 21 hyrndar kýr, 1 kollótt og 13 kálfar
eða samtals 35 dýr. Í þeim hópi var þessi hornprúða kýr.

IMG 1194  2

 

 

 

 

 

 



Þann 13.4.2020 voru 6 kollóttir tarfar, 12 hyrndar kýr og 8 kálfar á Eyvindardal austan við Hnútu. Í þeim hópi var
hornprúð kýr sem virðist vera sú sama og var með Kötlu þann 7. apríl norðan í Hettinum.


097  2

 

 

 

 

 

 

 

 


Hún hefur greinilega yfirgefið Kötluhópinn því Katla var þann 13. apríl enn á sömu slóðum sem sést á eftirfarandi
mynd en sú hornprúða sama dag er merkt með rauðu x.
7.15.4. og hornprúð

      137  2  

Á Eyvindardal austan við Hnútu þann 13. apríl 2020. Áhyggjulaus með öllu og vita ekkert um C19.

 

 

Framkvæmdir hafnar við Múlann Samvinnuhús

2020 mulinn Framkvæmdir eru hafnar við nýtt Samvinnuhús  í Neskaupstað. Um er að ræða breytingar á eldra húsnæði sem áður var verslunin Nesbakki en auk þess 315 fermetra viðbyggingu.
Eigandi hússins er Samvinnufélag útgerðamanna í Neskaupstað og verður húsnæðið leigt út til hinna ýmsu fyrirtækja.
Náttúrustofa Austurlands er meðal þeirra fyrirtækja sem koma til með að flytja starfssemi sína í Múlann,  það verður mikil breyting bæði rýmra um alla og hagræðing að hafa starfssemina alla á einni hæð.

Skila þær sér austur yfir, fyrir burð ?

90815010 3334249276609996 245024744615706624 oHreindýrin "virða" stundum ekki þau mörk sem við höfum ákveðið. Senditækjakýr hafa hingað til "virt" mörkin á milli veiðisvæða 1 og 2 sem liggja eftir Jökulsá á Dal. Fyrir nokkrum vikum fór Fljótsdalsheiðarkýrin Lína norður yfir og þann 25. mars fylgdi Jenný í fótspor hennar. Það verður spennandi að sjá hvort þær skili sér ekki austur yfir fyrir burð.

 

 

90796102 3334249963276594 3745399743413485568 o 91378879 3334252316609692 8555054552703827968 o

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir