Ævintýri Gunnarsstaðagassans
Nú undanfarið hafa fréttamiðlarnir Austurfrétt og mbl.is flutt fréttir af gæsinni sem gengið hefur ýmist undir nafninu Ragnar sem er eftir merkjara sínum eða Gunnarsstaðagassinn eftir Gunnarsstöðum í Þilstilfirði, þar sem hún var merkt í sumar.
Alls voru 23 gæsir merktar hérlendis í sumar þar af 11 á svæðinu frá Kelduhverfi og suður í Berufjörð. Merkingin er samstarfsverkefni Náttúrustofu Austurlands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Verkís og Nature Scot. Skotarnir leggja til sendana en Íslendingarnir sjá um að merkja gæsirnar.
Kortið sem fylgir hér er fengið úr fréttinni á mbl.is og unnið í samvinnu við Náttúrustofu Austurlands