Merkur áfangi í vöktun hreindýra
Þau stórmerku tíðindi gerðust fyrstu helgina í febrúar að Ivar Karl Hafliðason og Sveinbjörn Valur Jóhannsson náðu að hengja 6 GPS kraga um háls hreinkúa á veiðisvæðum 8 og 9 þ.e. í Suðursveit, á Mýrum og í Lóni. Bíðum við spennt eftir að sjá ferðir þeirra næstu mánuðina og munum við reyna að uppfæra þær upplýsingar reglulega á facebook síðu Náttúrustofunnar.