Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2021

IMG 3960Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var að þessu sinni haldinn 1. maí, fjara var á þægilegum tíma og mæting við leirurnar á Norðfirði var kl. 10:30 og á Reyðarfirði klukkan 11:30

Mjög fáir mætti á Norðfirði, eða 10 fyrir utan starfsmenn Náttúrustofunnar. Því miður fóru tryggir fuglaskoðarar sem ekki hafa látið sig vanta í mörg ár á mis við tíma og fóru því í sína eigin fuglaskoðun fyrr um morguninn. Skyggni var þokkalegt, háskýjað og úrkomulaust en svalt og hvessti fljótlega úr norðaustri og þar sem alda var nokkur sást ekki vel út á fjörðinn. Þrátt fyrir góðan klæðaburð entust menn ekki lengi í garranum.

Ýmsar tegundir eru rétt að mæta á Austurlandið og hending að þær sjáist í svo stuttri athugun. Alls sáust 22 tegundir á Norðfirði sem er nokkru færra en oft áður. Á leirunum, í höfninni og í fjarðarbotninum sáust eftirfarandi tegundir: grágæs, rauðhöfði, stokkönd, æður, hávella, tjaldur, sandlóa, sendlingur, stelkur, tildra, hettumáfur, sílamáfur, silfurmáfur, bjartmáfur, kría, og þúfutittlingur. Í graslendi ofan og innan við leirurnar sáust til viðbótar urtönd, jaðrakani, heiðlóa, hrossagaukur, skógarþröstur og hrafn.

Á Reyðarfirði mættu 16 manns. Veður var ágætt, breytileg gola, skýjað og hiti 1-2 °C. Alls sáust 33 tegundir á Reyðarfirði sem er í meira lagi. Tegundir sem sáust eða heyrðist í voru:skógarþröstur, hettumáfur, grágæs, stelkur, heiðlóa, heyrt í músarrindli, silfurmáfur, hettusöngvari, kría, sendlingur, stokkönd, hrafn, bjargdúfa, teista, urtönd, fýll, æður, hávella, svartbakur, skúfönd, tjaldur, bjartmáfur, rauðhöfðaönd, sílamáfur (sást áður en ferð hófst), toppönd, gargönd, heiðagæs, hrossagaukur, jaðrakan, sandlóa, tildra, maríuerla og himbrimi auk eins landsels.

Hjá Ferðafélagi fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands eru til upplýsingar um þennan skipulagða viðburð frá árinu 2002. Til gamans má geta að dagurinn hefur verið haldinn á tímabilinu 1.maí – 12.maí ár hvert og vorum við því í fyrra fallinu í ár. Algengast er að fugladagurinn sé þegar liðin er vika af maí, en tímasetning viðburðarins stjórnast af flóði og fjöru. Flestar tegundir fugla sáust árið 2015 á Reyðarfirði, samtals 37 tegundir en fæstar árin 2012 og 2016 á Norðfirði, einungis 17 tegundir bæði árin.

 

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir