Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Veiðimenn, endilega sendið okkur grágæsavængi eða góðar myndir til að við getum greint ungahlutfall í stofninum.

Náttúrustofa Austurlands hóf í fyrra vöktun á íslenska grágæsastofninum samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun. Verkefnið er til þriggja ára (2020-2022) og er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Sjá nánar um verkefnið hér.


Mikilvægur þáttur verkefnisins er að fylgjast með hlutfalli unga í veiði, m.a. til að fá betri upplýsingar um varpárangur og fjölda unga í stofninum. Við fengum ágæt viðbrögð í fyrra, einkum af norður- og austurlandi, en það væri frábært að fá vængi víðar af landinu. Því óskum við nú eftir því að veiðimenn takið þátt í þessu verkefni með okkur sendi okkur vængi eða góðar myndir af vængjum og heildarafla. Megin áhersla okkar er á grágæsavængi, en við tökum þakklát við öllum vængjum.

 gæsavængurMeð vængjum eða myndum er mikilvægt að fylgi dagsetning og staðsetning veiða, eins nákvæm og veiðimenn vilja gefa upp. Fyllsta trúnaðar er gætt varðandi gögn sem veiðimenn skila inn.

Myndir má senda inn til na(hja)na.is eða í gegnum facebook síðu stofunnar. Annars vegar þarf nærmynd af væng tekið ofan frá fyrir hverja gæs (sjá mynd) auk myndar af heildarafla (hópmynd) eftir hverja veiðiferð þar sem kviður allra gæsanna vísa upp og sjást vel.

 

 

Staka vængi eða búkinn allan má senda til okkar með Landflutningum eða Eimskip merkta:
Náttúrustofu Austurlands
Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Náttúrustofan greiðir fyrir sendingakostnað.


Fyrstu niðurstöður gæsavöktunar voru birtar í fyrra og má nálgast skýrsluna hér. Gerð er grein fyrir vængjahlutföllum síðasta árs í skýrslu ársins í ár og svo koll af kolli, en þær eru settar fram samhliða niðurstöðum talninga á Bretlandi, sem ekki eru aðgengilegar fyrr.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir