Hvít bláklukka
Náttúrustofu Austurlands hafa í sumar borist tvær tilkynningar/fyrirspurnir um hvíta bláklukku, annarsvegar í Fossárdal í Berufirði í júlí og hinsvegar í nágrenni Geithúsaár í Reyðarfirði nú í byrjun september.
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir um bláklukkur: Bláklukka er algeng á Austurlandi en sjaldgæf annarsstaðar, hún er mest á láglendi en sést þó einnig hátt upp eftir fjöllum. Plantan 15-40 sm á hæð og blómstrar bláum klukkum í júlí - ágúst. Bláklukka er einnig til sem hvítt afbrigði en það er sjaldgæft rétt eins og hvítt blágresi eða hvítir ljósberar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af bláklukkum í Fossárdal í júlí 2021 bæði hvítri en einnig hefðbundinni blárri. Einnig er mynd af bláklukku tekin á Kambfelli í Reyðarfirði sumarið 2021.
Á vef Lystigarðsins á Akureyri má lesa um bláklukku.