Framkvæmdir hafnar við Múlann Samvinnuhús
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt Samvinnuhús í Neskaupstað. Um er að ræða breytingar á eldra húsnæði sem áður var verslunin Nesbakki en auk þess 315 fermetra viðbyggingu.
Eigandi hússins er Samvinnufélag útgerðamanna í Neskaupstað og verður húsnæðið leigt út til hinna ýmsu fyrirtækja.
Náttúrustofa Austurlands er meðal þeirra fyrirtækja sem koma til með að flytja starfssemi sína í Múlann, það verður mikil breyting bæði rýmra um alla og hagræðing að hafa starfssemina alla á einni hæð.