Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hvalreki í Jökulsárhlíð

BurhvalsrekiJón Ingi Sigurbjörnsson hafði samband við Náttúrustofuna og lét vita af því að Kári Valur Hjörvarsson hefði séð hval rekinn austan Fögruhlíðaráróss í landi Ketilsstaða í Jökulsárhlíð. Kári staðfesti það og á mynd sem hann tók 21. apríl sést að líklega var það búrhvalur. Síðar kom í ljós að Róbert Elvar Sigurðsson hafði séð hann þann 19. apríl.
Náttúrustofan tilkynnti hvalrekann til hvalasérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og heimsótti hræið á sumardaginn fyrsta, myndaði og mældi og safnaði sýnum. Þetta reyndist vera 15 metra langur búrhvalstarfur. Stefán Geirsson á Ketilsstöðum mun færa hvalasérfræðingum tönn úr hvalnum svo hægt verði að aldursgreina hann en ekkert er vitað um dánarorsök hans. Talið er að búrhvalir geti orðið a.m.k. 70 ára. Ugg vekur að hvalrekum hefur fjölgað mjög á síðustu árum.
Á heimasíðu Hafrannsóknastonunar má lesa um „Hvalakomur og hvalrekar við strendur Íslands“ og þar eru „verklagsreglur um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land“.
Á heimasíðu NAMMCO  segir að fullorðnir búrhvalstarfar geti orðið 16 metra langir og jafnvel lengri. Á fyrrgreindri heimasíðu er margvíslegur fróðleikur um tegundina. Þar kemur m.a. fram að hann heitir Avgustur á færeysku.
Að lokum skal bent á frétt á heimasíðu Náttúrustofunnar um búrhvalsreka á Breiðdalsvík 2014 en þar má líka finna fróðleik um tegundina.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir