Fréttir af gæsum
Sumarið 2017 setti Náttúrustofa Austurlands senditæki á fimm heiðagæsir á Vesturöræfum, síðan hafa orðið afföll. Gæsirnar fjórar sem enn voru með virka senda þegar þær flugu á vetrarstöðvar í Bretlandi nú í september dvöldu sumarlangt á hefðbundnum slóðum á Snæfells- og Brúaröræfum sumarið 2020 og náðu trúlega að koma upp ungum.
Þær stöllur flugu hver af annarri til Bretlands dagana 15., 18., 21. og 23. til september sl. Spennandi verður að sjá hvort sendarnir virki þar til gæsirnar okkar skila sér heim næsta vor.
Dagana 17. og 18. október voru heiðagæsir taldar á vetrarstöðvum þeirra. Gengið var úr skugga um hvort einhverjar væri ófarnar frá Íslandi og kom í ljós að nokkrar voru á Fljótsdalshéraði eða 242 fuglar. Þá flugu starfsmenn Náttúrustofu Austurlands vítt og breitt um heiðar Austurlands í leit að hreindýrum frá 10. til 15. október og urði hvergi varir við heiðagæsir
Langflestar grágæsir eru einnig farnar frá Austurlandi venju samkvæmt þar sem um 80% þeirra fara um miðjan október ár hvert.