Hreindýr á Fagradal
Síðustu daga hefur um 160 dýra hjörð haldið sig nálægt þjóðvegi á Fagradalnum. Sem betur fer hefur Vegagerðin sett upp skilti er vara við hættunni sem stafar af því þegar hreindýrin hlaupa yfir veginn.
Fengitíma er að líkindum að mestu lokið en er töluverð gredda er enn í fullorðnum törfum. Þeir eru
enn að reka unga tarfa frá kúnum og einstaka sinnum rjúka þeir saman og berjast upp á líf og dauða.
Einhverjir tarfar falla í lok fengitíma vegna átakanna en aðrir sleppa eins og þessi veturgamli, hornbrotni og haltrandi tarfur sem hélt sig fjarri stóru djöflunum. Í hópnum leyndist síðan sumrungur, líklega aðeins rúmlega mánaðar gamall en sem betur fer hafði móðir hans lifað af veiðitímann.
Í hópnum var einn fullorðinn tarfur með vír um hálsinn sem særði hann. Þetta sést á hverju hausti og er okkur til háborinnar skammar. Gera þarf stórátak í því að hreinsa upp þennan ósóma sem fyrst.