Merktur kálfur við Hölkná
Þann 18. september var merktur kálfur rétt innan Kárahnjúkavegs við Hölkná. Ekki var tekið eftir honum á staðnum heldur uppgötvaðist hann á myndum sex vikum seinna. Hann var merktur neðan við Svartöldu utan Laugarár þann 17. maí. Ekki var fyllilega ljóst hvort kýrin tók hann í sátt eftir merkinguna og því gleðilegt að geta staðfest það.
Reyndar sá Einar Axelsson hann á Þorkelsmel í Fellaheiði þann 6. september. Upp úr miðjum september er fengitíminn hafinn hjá hreindýrunum og fylgja því með nokkrar myndir af óróleika tarfanna í hjörðinni sem kálfurinn fylgdi.