Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Svartþröstur (Turdus merula)

Sunnudaginn 1.nóvember sást svartþröstur (Turdus merula) í garði í Neskaupstað. Þetta var karlfugl en karlfuglarnir þekkjast frá kvenfuglunum á því að hann er einlitur svartur með gult nef en kvenfuglinn er dökkbrúnn. Hann sást innan um skógarþresti (Turdus iliacus).

Svartþrestir eru af þrastaætt og er hann einn algengasti fugl Evrópu sem verpur einnig í N-Afríku og Asíu. All mörg pör verpa nú árlega á Íslandi en auk þess flækjast þeir til landsins á haustin og dvelja hér vetrarlangt

Ekki náðust myndir af þrestinum en við bendum á vefinn fuglar.is . Smellið hér Til að sjá mynd.

Hreindýr á Fagradal

Hreindýr á FagradalSíðustu daga hefur um 160 dýra hjörð haldið sig nálægt þjóðvegi á Fagradalnum. Sem betur fer hefur Vegagerðin sett upp skilti er vara við hættunni sem stafar af því þegar hreindýrin hlaupa yfir veginn.

 

Lesa meira

Fræðsluerindi Náttúrustofanna

Fræðsluerindi NáttúrustofaNæstkomandi fimmtudag hefjast Fræðsluerindi Náttúrustofanna á ný.

Fyrsta erindið kemur frá Náttúrustofu Norðausturlands á Húasvík.

Til að sjá nánari upplýsingar um erindið má smella á myndina hér til hliðar.

 

Náttúrustofuþing 2009

Þann 8. október næstkomandi munu Samtök Náttúrustofa á Íslandi (SNS) standa fyrir náttúrustofuþingi. Þetta er í fimmta skipti sem slíkt þing er haldið í tengslum við ársfund félagsins.
Að þessu sinni sér Náttúrustofa Reykjanes í Sandgerði um undirbúning þingsins og verður það haldið í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Dagskráin hefst klukkan 09.30 með ávarpi umhverfisráðherra og stendur til 17:00 eins og meðfylgjandi dagskrá sýnir.
Þingið er öllum opið, bæði á allt þingið eða einstaka fyrirlestra.

Dagskránna má nálgast á PDF formi hér.

Fylgstu með ferðum Öxu

Þessa síðu er EKKI gott að skoða í Internet Explorer. Prófaðu Google Chrome, Firefox eða aðra vafra.
Hér getur þú skoðað ferðir Öxu í eitt ár. Axa var merkt 21. mars 2010 á Öxi en varð rafmagnslaus 4. mars 2011.
Vinstra megin við kortið er hægt að kveikja og slökkva á Öxu og skoða þannig ferðir hennar eftir mánuðum. Með því að smella á möppurnar má opna og loka þeim. Einungis eru sýndar 2 staðsetningar á dag, en línurnar sýna nákvæmar ferðalög Öxu á milli punktanna. Undirlagi kortsins má breyta með því að smella á mismunandi hnappa efst til hægri á kortinu sjálfu. Þá er hægt að ferðast að og frá með músarhjólinu. 

{mosmap width='100%'|height='580'|centerlat='64.8'|centerlon='-14.78'|zoom='9'|zoomType='small'|zoomNew='0'|mapType='Hybrid'| showMaptype='1'|text=''|lang=''|kmlfoldersopen='0'|kml[0]='http://www.na.is/images/stories/KML/axa_linur.kml'|kml[1]='http://www.na.is/images/stories/KML/axa.kml'|kml[2]='http://www.na.is/images/stories/KML/ana_feb_2010.kml'|'overview='1'}

Rannsóknir á hagagöngu hreindýra eru unnar í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og styrktar af Landsvirkjun.

Hættuleg svæði

Nú eru kýrnar farnar til fjalla og bornar þar svo ekki er lengur hætta af þeim í byggð. Hins vegar hanga sumir tarfar sumarlangt í byggð og geta hlaupið fyrir bíla. Þeir staðir þar sem helst hefur sést til tarfa nálægt vegum eru; Fljótsdalshérað, einkum austan Lagarfljóts, við norðanverðan Reyðarfjörð, í Breiðdal og víða í sveitarfélaginu Djúpavogi. Menn verða þó að hafa það í huga að tarfar geta hlaupið fyrir bíla að sumarlagi allt frá Suðursveit og norður í Vopnafjörð.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir