Lífsleikni
Þær Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir starfsmenn Náttúrustofu Austurlands tóku að sér að kynna nemendum í Lífsleikni 103 og 203 fyrir náttúrunni í þeirra nánasta umhverfi.
Farið var í gönguferð frá húsnæði Búlandsins í Neskaupstað og upp í skógrækt. Fengu nemendurnir það verkefni að skrifa lýsingu af gönguleiðinni og þeirri upplifun sem þau urðu fyrir í þessari kennslustund. Áttu þau að skrá niður hvaða dýr og plöntur þau sáu, spá í liti og hljóð í umhverfinu og almennt í náttúruna.