Fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 12:15-12:45 flytur Erpur Snær Hansen, líffræðingur á Náttúrustofu Suðurlands ,erindi sitt: ,,
Samanburður breytinga á stofnum lunda og sílis við Ísland og í Norðursjó." Með því að smella á auglýsinguna hér til hliðar má sjá hvar hægt er að fylgjast með erindinu.
Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýraveiðikvóta fyrir árið 2012. Tillaga Náttúrustofu Austurlands að veiðikvóta var samþykkt óbreytt. Heimilt verður að veiða 1009 dýr sem skiptast með eftirfarandi hætti á milli veiðisvæða og kynja:
Þann 8. janúar síðastliðinn fannst haftyrðill í garði á Egilsstöðum. Finnandi var Alfreð Steinar Rafnsson. Fuglinn virtist sprækur en gat ekki tekið á loft sjálfur og komst hvorki lönd né strönd. Fuglinum var sleppt á Fljótið og finnur vonandi leið sína til sjávar.Haftyrðill er norðlægur varpfugl en er vetrargestur á Íslandi. Hann verpti þar til fyrir nokkrum árum í Grímsey en verpur annars á Grænlandi og í eyjum í Norður-Íshafi.
Hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands var laugardaginn 7. janúar. Talið hefur verið árlega frá 1952 vítt og breytt um landið. Á svæði 307 (Egilsstaðir-Fellabær) töldu nú Skarphéðinn G. Þórisson og Þórhallur Borgarsson. Alls sáust 13 tegundir á svæðinu. Merkilegast voru austrænu blesgæsirnar sem finna má frétt um hér á heimasíðunni, fimm hrossagaukar í skurði við fóðurblönduna og ein tyrkjadúfa auk krossnefs í Fellabæ og silkitoppu, gráþröst og svartþresti á Egilsstöðum.