Haftyrðill á Egilsstöðum
Þann 8. janúar síðastliðinn fannst haftyrðill í garði á Egilsstöðum. Finnandi var Alfreð Steinar Rafnsson. Fuglinn virtist sprækur en gat ekki tekið á loft sjálfur og komst hvorki lönd né strönd. Fuglinum var sleppt á Fljótið og finnur vonandi leið sína til sjávar.Haftyrðill er norðlægur varpfugl en er vetrargestur á Íslandi. Hann verpti þar til fyrir nokkrum árum í Grímsey en verpur annars á Grænlandi og í eyjum í Norður-Íshafi.
Þetta er sjófugl en rekur stundum í erfiðum veðrum langt inn í land eins og líklegast hefur gerst í þessu tilfelli.Náttúrustofa Austurlands hvetur til að haft sé samband þegar sést til sjaldgæfra fugla eða vetrargesta á Austurlandi