Árleg vetrarfuglatalning
Hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands var laugardaginn 7. janúar. Talið hefur verið árlega frá 1952 vítt og breytt um landið. Á svæði 307 (Egilsstaðir-Fellabær) töldu nú Skarphéðinn G. Þórisson og Þórhallur Borgarsson. Alls sáust 13 tegundir á svæðinu. Merkilegast voru austrænu blesgæsirnar sem finna má frétt um hér á heimasíðunni, fimm hrossagaukar í skurði við fóðurblönduna og ein tyrkjadúfa auk krossnefs í Fellabæ og silkitoppu, gráþröst og svartþresti á Egilsstöðum.