Lundinn í Hafnarhólma
Lundavarpið í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra virðist ganga vel og telja heimamenn að mikið sé af lunda í hólmanum. Náttúrustofan leit þar við 24. júní og fylgdist með fæðuburði fuglanna. Enginn fæðuskortur virtist vera hér og meðfylgjandi myndir sýna að uppistaðan á matseðlinum virtist vera sandsíli en sumir kusu þó ljósátu frekar.