Fólkvangurinn í Neskaupstað
Vegna 40 ára afmælis Fólkvangs Neskaupstaðar nú í ár var ráðist í framkvæmdir þar með það að markmiði að fegra og auðvelda aðgengi um Fólkvanginn.
Nýtt og stærra aðkomuskilti var sett upp sem kemur í stað fjögurra áður.
Aðgengi niður í Páskahelli er nú orðið mun betra þar sem gamli stiginn hefur verið fjarlægður og nýr stigi þar settur upp.
Einnig hefur mikið verið unnið í stígunum
Náttúrustofa Austurlands þakkar þeim fjölmörgu sem komu að þessum verkefnum.