Afmælishátíð Fólkvangsins í Neskaupstað
Þann 16.júní síðastliðinn var haldið upp á 40 ára afmæli fólkvangsins í Neskaupstað, á annað hundrað manns mættu að þessu tilefni í Fólkvanginn þar sem lúðrasveit Norðfjarðar lék og ávörp voru flutt.
Veður var fremur svalt en gestir létu það ekki á sig fá. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur var með leiðsögn um svæðið og að því loknu bauð Síldarvinnslan í Neskaupstað upp á kaffi og kleinur og grillaðar pylsur fyrir börnin.
Nú í vor hefur verið unnið að breytingum og lagfæringum á stiganum niður í Páskahelli, eins hafa göngustígar og brýr fengið andlitslyftingu og skilti fjarlægð og önnur sett í staðinn. Þessu verki er þó ekki lokið og verður áfram unnið að þeim í sumar.