Undarlega hyrndur tarfur – kannast nokkur við kauða?
Þann 29. september voru um 100 hreindýr um 800 m beint vestur af veginum niður að aðkomugöngum 2 á Fljótsdalsheiði. Greinilegt var að einn fullorðnu tarfanna taldi sig ráða þar ríkjum en hinir snigluðust í kring. Einn þeirra bar undarleg horn en ekki sást greinilega hvort vinstra hornið hafði brotnað eður ei. Hér með fylgja nokkrar myndir af þessum tudda og ef leiðsögumenn og veiðimenn kannast við kauða þá eru þeir hvattir til að senda inn upplýsingar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) um hvar og hvenær þeir þá sáu hann á veiðitíma.
Hér má sjá nokkrar myndir af honum