Fólkvangurinn í Neskaupstað 40 ára
Haldið verður upp á 40 ára afmæli fólkvangsins í Neskaupstað laugardaginn 16. júní kl. 13:00. Fólkvangurinn í Neskaupstað er elsti fólkvangur landsins.
Safnast saman á planinu við Norðfjarðarvita kl. 13:00.
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri býður gesti velkomna.
Blásarasveit tónskólans í Neskaupstað leikur.
Ávarp forseta bæjarstjórnar; Jón Björn Hákonarson
Saga fólkvangsins; Benedikt Sigurjónsson
Gengið um Fólkvanginn. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur verður leiðsögumaður.
Eftir gönguna (kl. 15:30) verður boðið upp á veitingar í boði Síldarvinnslunnar á planinu við Norðfjarðarvita.