Líffræðinemar í heimsókn.
Eins og undanfarin ár fóru nemar í líffræði og jarðfræði við Verkmenntaskóla Austurlands í vettvangsferð á Mývatn, ýmist að læra um jarðfræði svæðisins eða lífríki.
Það voru raungreinakennararnir Einar Þórarinsson, Gunnar Ólafsson og Þórður Júlíusson sem fóru með nemendum í þessa ferð. Þegar heim er komið vinna nemendur úr gögnum sem safnað var í ferðinni. Hluti hópsins kom hingað á Náttúrustofuna til að fá aðstoð við að greina lífverur úr sýnum sem tekin voru úr Laxá og Mývatni.
Tags: fræðsla