fb40x40 unionjack

logona314

logona314

Náttúrufræðinámskeið á Eskifirði 2016

Hópmynd af þáttakendum á Náttúru námskeiði 2016Dagana 20.-24. júní var haldið Náttúru námskeið á vegum Ferðaþjónustu Mjóeyrar og Náttúrustofu Austurlands. Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 8-10 ára.  Að þessu sinni tóku 11 krakkar þátt og var námskeiðið fullbókað. Áhugi var mikill hvort sem um ræddi marflær í fjöru, hornsíli í tjörnum, kóngulær og járnsmiðir í sverði, fuglar í lofti, plöntur á foldu eða jarðfræði og saga Helgustaðanámu. Enginn varð verri þótt hann vöknaði og allir urðu margs vísari. Spurningum rigndi yfir námskeiðshaldara og ýmislegt þurfti að rifja eða fletta upp.  Kennarar jafnt sem nemendur virtust hafa gagn og gaman af.Náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri 2018

Náttúrunámskeið 2018Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa frá 2008 haldið 5 daga náttúrufræðinámskeið fyrir krakka í Gönguvikunni í júní. Í ár var námskeiðið haldið dagana 25.-29. júní. Vegna aðkomu og aðstoðar frá nokkrum forráðamönnum var hægt að taka á móti met fjölda barna en í ár voru 19 krakkar skráðir til leiks. Námskeiðið er miðað við börn á aldrinum 7-10 ára og óhætt að segja að áhuginn er mikill.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir