Náttúrufræðinámskeið á Eskifirði 2016
Dagana 20.-24. júní var haldið Náttúru námskeið á vegum Ferðaþjónustu Mjóeyrar og Náttúrustofu Austurlands. Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 8-10 ára. Að þessu sinni tóku 11 krakkar þátt og var námskeiðið fullbókað. Áhugi var mikill hvort sem um ræddi marflær í fjöru, hornsíli í tjörnum, kóngulær og járnsmiðir í sverði, fuglar í lofti, plöntur á foldu eða jarðfræði og saga Helgustaðanámu. Enginn varð verri þótt hann vöknaði og allir urðu margs vísari. Spurningum rigndi yfir námskeiðshaldara og ýmislegt þurfti að rifja eða fletta upp. Kennarar jafnt sem nemendur virtust hafa gagn og gaman af.
Tags: fræðsla