Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vettvangsferð á Fljótsdalsheiði

GróðurreiturDagana 17.-19. ágúst fóru tveir starfsmenn Náttúrustofunnar í vettvangsferð inn á Fljótsdalsheiði og Vesturöræfi til að kanna ástand gróðurreita. Gróðurreitirnir voru settir niður á árunum  2007 og 2008. Þeir eru hluti af langtíma vöktunarverkefni  þar sem fylgst er með hugsanlegum breytingum á gróðurfari á áhrifasvæði Hálsóns.

 

 

Vettvangsferð á FljótsdalsheiðiTilgangur ferðarinnar var að yfirfara, lagfæra og taka myndir af reitunum. Gróðurbreytingar geta m.a. orðið vegna áfoks, beitar eða breytts veðurfars. Slíkar breytingar gerast yfirleitt hægt og því þarf að fara reglulega í  reitina og yfirfara þá svo þeir standist tímans tönn.  Gróðurúttekt í reitunum er svo gerð með 5-10 ára millibili. Nú hafa gróðurreitirnir á Vesturöræfum verið yfirfarnir tvisvar og á Fljóstdalsheiði einu sinni. Ástand þeirra var misjafnt en yfirleitt gott. Veður í ferðinni var gott.

Vettvangsferð á Fljótsdalsheiði  Vettvangsferð á Fljótsdalsheiði

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir