Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Grænfánaafhending

Grænfánaafhending í leikskólanum BrekkubæÞann 23. júní kom Náttúrustofa Austurlands við í leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði með Grænfána handa krökkunum og starfsfólki leiksólans. Grænfáninn er viðurkenning sem veitt er skólum og leikskólum sem náð hafa góðum árangri í umhverfismálum. Grænfáninn er hluti verkefnis á vegum alþjólegs félags sem heitir Foundation for Environmental Education (FEE). Þetta félag stýrir umhverfismenntunarverkefni þar sem 38 þúsund skólar í 50 löndum taka þátt. Verkefnið gengur út á að auka umhverfismenntun í skólum og vitund nemenda og kennara í umhverfismálum. Landvernd er fulltrúi FEE hér á landi og sér um utanumhald verkefnisins. Náttúrustofa Austurlands hefur verið þeim innan handar með að koma fánanum í skóla og leikskóla á Austurlandi. 

Lesa meira

Ritur á Borgarfirði eystri

RitaÞann 16. júní slóst Náttúrustofa Austurlands í för með Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrustofu Vestfjarða í ferð þeirra á Borgarfjörð eystri. Þar voru snaraðar nokkrar ritur sem merktar höfðu verið með staðsetningartækjum vorið 2009.  Náttúrustofa Norðausturlands merkti fuglana á sínum tíma og var markmiðið með þessu veiðiátaki að ná staðsetningartækjunum af fuglunum aftur til að hægt væri að hlaða gögnum inn í tölvu og geta svo endurnýtt tækin. 

Lesa meira

Náttúrufræðinámskeiði á Eskifirði lokið

Náttúrufræðinámskeið Eskifirði 2011Eins og þrjú undanfarin ár hélt Náttúrustofa Austurlands náttúrufræðinámskeið á Eskifirði í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri. Námskeiðið er hluti af dagskrá gönguvikunnar „ á fætur í Fjarðabyggð“  Fimm krakkar tóku þátt og luku því með sóma. 

Lesa meira

Námskeiðið í Neskaupstað fellur niður

Tilkynning
Vegna ónógrar þáttöku fellur niður áður auglýst námskeið í náttúrufræðum fyrir börn frá 8-10 ára,
sem halda átti í Neskaupstað dagana 27.júní - 1.júlí.

 

 

 

 

Vörður afhjúpaðar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhjúpar vörður.Þann 21. júní afhjúpaði umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir vörður að austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs norðan Snæfells. Vörðurnar voru gjöf Vina Vatnajökuls til þjóðgarðsins og tók formaður stjórnar Kristveig Sigurðardóttir á móti gjöfinni úr hendi varaformanns samtakanna Bjarna Daníelssonar.

 

 

Lesa meira

Blómadagurinn 2011

Blómadagurinn í Fólkvanginum HólmanesiDagur hinna viltu blóma eða blómadagurinn eins og hann er oft kallaður var sunnudaginn 19.júní síðastliðinn. Farið var í skipulagða skoðanaferð í Fólkvanginn í Hólmanesi.

 

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir