Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fuglafréttir frá Seyðisfirði

Gunnlaugur Hafsteinsson fylgist með fuglum og hefur náð góðum árangri í að mynda þá eins og sjá má á http://www.flickr.com/photos/gulli_hafsteins/sets/72157626329692850/. Um leið og hann tekur myndirnar og kemur þeim á framfæri  fær Náttúrustofnan áhugaverðar upplýsingar um ferðir fuglanna. Í myndaseríu hans frá Seyðisfirði má m.a. sjá myndir af ástarlífi bjargdúfna, flórgoða er hafa skamma viðdvöl í firðinum áður en haldið er á varpstöðvar á Héraði og síðast en ekki hvað síst þrjár brandendur sem eru nýjir landnemar á Íslandi. Á Austurlandi verpa örfá pör við Djúpavog http://djupivogur.is/fuglavefur/?pageid=473. Fylgjast þarf með brandöndunum á Seyðisfirði því ef karlfugl bættist í hópinn er aldrei að vita nema þær reyni varp þar. Náttúrustofan þakkar Gunnlaugi fyrir afnot af myndunum og upplýsingarnar og hvetur alla til að láta starfsmenn stofunnar vita ef þeir  sjá eitthvað merkilegt á flugi.

Tags: fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir