Vörður afhjúpaðar
Þann 21. júní afhjúpaði umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir vörður að austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs norðan Snæfells. Vörðurnar voru gjöf Vina Vatnajökuls til þjóðgarðsins og tók formaður stjórnar Kristveig Sigurðardóttir á móti gjöfinni úr hendi varaformanns samtakanna Bjarna Daníelssonar.
Styrkur frá Samfélagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum gerði þetta mögulegt. Seinna um daginn færði síðan forseti sjóðsins Paula Davis Vinunum um 80 milljóna styrk sem mun hjálpa þeim við að styrkja rannsóknir og fræðslu um þjóðgarðinn. Náttúrustofa Austurlands hlaut styrk frá Vinunum 2011 í verkefni sem Kristín Ágústsdóttir stendur fyrir og er kallað Starfrænn ferðafélagi.
og innan skamms birtist bók um Vatnajökulsþjóðgarð sem Hjörleifur Guttormsson skrifar og Vinirnir gefa út.
Grunnhugmyndin að vörðunum er að finna í BS-ritgerð Snædísar Laufeyjar Bjarnadóttur; „Sýnileiki á aðkomu og afmörkun Vatnajökulsþjóðgarðs“ við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í maí 2009.
Það var síðan Birgir Teitsson hjá Arkís sem sá um lokahönnun varðanna.