Jötunuxar á ferð og flugi
Nokkuð hefur borið á jötunuxum (Creophilus maxillosus) hér í Neskaupstað og hefur Náttúrustofunni borist alls 4 eintök nú í maí og haft fregnir af fleirum.
Nokkuð hefur borið á jötunuxum (Creophilus maxillosus) hér í Neskaupstað og hefur Náttúrustofunni borist alls 4 eintök nú í maí og haft fregnir af fleirum.
Hinn árlegi fugladagur Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands var haldinn þann 7. maí síðastliðinn á leirunum í Norðfirði og Reyðarfirði. Hann tókst með ágætum þrátt fyrir að veðrið léki ekki við fuglaskoðara.
Fuglatalning og fuglaskoðun á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar, laugardaginn 7.maí næstkomandi.
Samvinnuferð með Ferðafélagi Fjarðamanna. Sérfræðingar frá Náttúrustofu Austurlands verða á svæðinu og koma með „fuglaskóp“ fyrir þátttakendur.
Frítt fyrir alla. Mæting á fjöru kl. 9 á Norðfirði og kl. 10 á Reyðarfirði.
Til gamans má benda á þessa frétt frá fugladeginum 2010.
Við fengum þessa mynd frá Ínu D. Gísladóttur, myndin er tekin um kl 06:30 Páskadagsmorgun en þá var sólin komin ansi hátt á loft. Þessir stálpuðu dúfnaungar sem við sjáum á myndinni undu sér vel í veðurblíðunni og nutu óskiptrar athygli göngufólksins í árlegri Hátíðargöngu Ferðafélags Fjarðamanna í Páskahelli í Norðfirði. Dúfurnar eru sífellt betur fóðraðar af bæjarbúum og eru mjög sýnilegar í bænum.
Nánar má lesa sér til um gönguna og skoða myndir úr ferðinni á heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna
Gunnlaugur Hafsteinsson fylgist með fuglum og hefur náð góðum árangri í að mynda þá eins og sjá má á http://www.flickr.com/photos/gulli_hafsteins/sets/72157626329692850/. Um leið og hann tekur myndirnar og kemur þeim á framfæri fær Náttúrustofnan áhugaverðar upplýsingar um ferðir fuglanna. Í myndaseríu hans frá Seyðisfirði má m.a. sjá myndir af ástarlífi bjargdúfna, flórgoða er hafa skamma viðdvöl í firðinum áður en haldið er á varpstöðvar á Héraði og síðast en ekki hvað síst þrjár brandendur sem eru nýjir landnemar á Íslandi. Á Austurlandi verpa örfá pör við Djúpavog http://djupivogur.is/fuglavefur/?pageid=473. Fylgjast þarf með brandöndunum á Seyðisfirði því ef karlfugl bættist í hópinn er aldrei að vita nema þær reyni varp þar. Náttúrustofan þakkar Gunnlaugi fyrir afnot af myndunum og upplýsingarnar og hvetur alla til að láta starfsmenn stofunnar vita ef þeir sjá eitthvað merkilegt á flugi.
Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands
óskar ykkur gleðilegra páska