Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Tjaldurinn kominn

Tjaldur, mynd fengin að láni hjá vefnum www.fluglar.isTjaldurinn ( Haematopus ostralegus )sást í Mjóafirði 7.mars síðastliðinn í botni Mjóafjarðar. Einnig sáust 15-20 tildrur (Arenaria interpres ) í þorpi Mjóafjarðar, Það var Jóhann Egilsson í Mjóafirði sem tilkynnti um vorboðana til Náttúrustofu Austurlands. 
Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands hvetur ykkur austfirðingar góðir til þess að senda okkur línu þegar þið sjáið vorboðana koma í ykkar heima haga.  senda má upplýsingar og myndir ef þær eru til á netfangið na(hjá)na.is

Hvalreki í Selfljóti

Hvalreki í SelfljótiÞann 27.febrúar hringdi Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi í Skarphéðinn G. Þórisson og tilkynnti um hvalreka.  
Með því að smella hér má sjá myndir og nánari upplýsingar um það hvað fyrir augu bar.

Á vef RÚV er að finna frétt um Hvalrekann "11 metra hnúfubak rak á land".

Lesa meira

Fræðsluerindi Náttúrustofanna febrúar 2011

Fræðsluerindi NáttúrustofannaFimmtudaginn 24. febrúar nk. kl. 12:15-12:45
flytur Yann Kolbeinsson , líffræðingur á
Náttúrustofu Norðausturlands , erindi sitt:
“Komur amerískra flækingsfugla til landsins”

Hægt er að fylgjast með erindunum víða um landið, á austurlandi er opið fyrir erindin á eftirtöldum stöðum:
Egilsstaðir: ÞNA, Vonarland.
Neskaupstaður: ÞNA, Egilsbraut 11.
Höfn í Hornafirði: Nýheimar

Sjá nánar með því að smella á myndina hér til hliðar.

 

Fréttir af fuglum

ÆðablikiBlautur og kaldur bliki
Fimmtudaginn 17. febrúar var komið með æðarblika (Somateria mollissima) á Náttúrustofuna. Blikinn var blautur og kaldur þegar komið var með hann og var hann baðaður og þurrkaður. Hann var við hestaheilsu eftir það og var farin að éta og drekka á föstudaginn. Á laugardaginn var síðan tekin ákvörðun um að sleppa honum og virtist hann vera frelsinu feginn.  Svo virðist sem hann hafi lent í einhverju sem hefur takmarkað einangrun hans en óstaðfest þó hvað það gæti hafa verið.

Lesa meira

Eina búsvæði tjarnaklukku á landinu friðlýst

TjarnaklukkaBúsvæði tjarnaklukku á Hálsum við Djúpavog hefur verið friðlýst. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði friðlýsinguna nýverið með samþykki sveitarstjórnar Djúpavogshrepps og landeigenda jarðarinnar Strýtu við Berufjörð. Með friðlýsingunni varð Djúpavogshreppur fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja friðlýsingu svæðis til verndar smádýralífi. Samhliða friðlýsingunni gerði Umhverfisstofnun samning við sveitarfélagið um umsjón með hinu friðlýsta svæði.

 

 

Lesa meira

1922 Hlíðarenda

1922 HlíðarendaHlíðarenda hætti að senda 7.1.2011. Boð komu frá framleiðenda tækisins um að rafmagn væri orðið lítið. Þann 2. febrúar var farið í Jökuldalsheiðina. Hlíðarenda fannst í hópi austan og innan Hlíðarenda. Í hópnum 12 hyrndar kýr, 16 kálfar og 3 veturgamlir tarfar.
Sjá  fréttina í heild sinni með því að smella  hér.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir