Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Jötunuxar á ferð og flugi

JötunuxiNokkuð hefur borið á jötunuxum (Creophilus maxillosus) hér í Neskaupstað og hefur Náttúrustofunni borist alls 4 eintök nú í maí og haft fregnir af fleirum.

Jötunuxar eru stórar bjöllur af uxaætt (Staphylinidae) og finnast á láglendi um land allt. Helst er þó að finna þá í gripahúsum og safnhaugum en einnig finnast þeir í og við íbúðarhús. Hann er auðþekktur á stærð sinni og gráu þverbelti sem liggur yfir skjaldvængina. Hann er á ferli frá apríl og fram í september. Fullorðnu dýrin verpa í maí og lirfurnar eru fullvaxta í ágúst og púpa sig. Púpurnar klekjast skömmu síðar og bjöllurnar eru síðan á ferli uns þær leggjast í vetrardvala. Jötunuxar eru örgustu rándýr bæði lirfur og fullorðnu dýrin. þeir geta tekið upp á því að fljúga, helst þó á hlýjum sólbjörtum dögum.
Heimildir
Guðmundur Halldórsson, Oddur Sigurðsson og Erling Ólafsson 2002. Dulin veröld. Smádýr á Íslandi. Mál og mynd, bls 64.
www.ni.is

Jötunuxi Jötunuxi

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir