Dúfurnar í Neskaupstað
Við fengum þessa mynd frá Ínu D. Gísladóttur, myndin er tekin um kl 06:30 Páskadagsmorgun en þá var sólin komin ansi hátt á loft. Þessir stálpuðu dúfnaungar sem við sjáum á myndinni undu sér vel í veðurblíðunni og nutu óskiptrar athygli göngufólksins í árlegri Hátíðargöngu Ferðafélags Fjarðamanna í Páskahelli í Norðfirði. Dúfurnar eru sífellt betur fóðraðar af bæjarbúum og eru mjög sýnilegar í bænum.
Nánar má lesa sér til um gönguna og skoða myndir úr ferðinni á heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna