Skilgreindum hættusvæðum vegna hreindýra við vegi hefur nú verið breytt.
Dýrum hefur fækkað mikið við Háreksstaðaleið og Reyðarfjarðarhjörðin hefur lítið gengið á Fagradalnum undanfarnar vikur. Eins og athuganir Náttúrustofunnar sýna er svipuð hætta fyrir hendi allt fram í maí þó að með hækkandi sól ætti frekar að draga úr henni. Því er ekki talin ástæða til að skilgreina þau sem sérstök hættusvæði. Hætta er enn viðvarandi í Lóni.
Auk þess hefur fjöldi dýra verið við veginn á Mýrum og þær nú skilgreindar sem hættusvæði.
Eftir sem áður er mikilvægt er að vegfarendur geri sér grein fyrir að hreindýrin
geta þvælst víðar um vegi Austurlands.
Á grafinu hér fyrir neðan má sjá fjölda árekstra við hreindýr frá árinu 1999, skipt upp eftir mánuðum.
Tags: hreindýr