Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fugladagurinn 2011

Fuglaáhugafólk á ReyðarfirðiHinn árlegi fugladagur Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands var haldinn þann 7. maí síðastliðinn á leirunum í Norðfirði og Reyðarfirði. Hann tókst með ágætum þrátt fyrir að veðrið léki ekki við fuglaskoðara.

 


Dagurinn hófst kl. 09:00 á leirunum í Norðfirði undir leiðsögn Jóns Ágústs Jónssonar. Lágskýjað var og rigning og skyggni því ekki gott,  10 fullorðnir og 2 börn mættu þó í fuglaskoðun á leiruna.  Á leirunum við Reyðarfjörð hófst dagurinn kl. 10:00 undir leiðsögn Halldórs W. Stefánssonar, 14 fuglaskoðarar voru mættir þar, þrátt fyrir norðaustan golu og þokusúld.
Samanlagt sáust 29 tegundir fugla. Á Norðfirði sáust 18 tegundir en mun fleiri á Reyðarfirði eða 29. Á báðum stöðunum sáust: grágæs, hávella, hettumáfur, kría, rauðhöfðaönd, sandlóa, sendlingur, silfurmáfur, skógarþröstur, skúfönd, stelkur , stokkönd, svartbakur, tildra, tjaldur, toppönd, þúfutittlingur og æður. Á Reyðarfirði sáust að auki álft, álka, fýll, grafönd, heiðlóa, hrossagaukur, jaðrakan, lóuþræll, maríuerla, rita og straumönd.

Fuglaáhugafólk á Norðfirði Fuglaáhugafólk á Norðfirði 20117. ma fugladagurinn 8 - minni

Tags: fuglar, fugladagurinn

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir