Áhrif hretsins á varpfugla
Norðan áhlaup gekk yfir Norður- og Austurland 20. maí s.l. og stóð yfir í nokkra daga. Sökum þess hve tiltölulega milt var í veðri, lagðist þungur snjór yfir og gerði víða jarðleysur. Viku síðar hlýnaði og snjó tók upp hægt og sígandi og áhrif hretsins komu betur í ljós.
Sjá fréttina í heild sinni með því að smella hér
Í kvöldfréttum Rúv í sjónvarpinu í gærkvöld mátti sjá viðtal við Halldór W. Stefánsson um áhrif hretsins.