Fræðsla í Náttúrugripasafninu í Neskaupstað
Föstudaginn 3.júní frá kl 14:00-15:00 verður fræðsla um fiðrildi í Náttúrugripasafninu í Neskaupstað. Boðið verður upp á fyrirlestur um fiðrildi og gefst fólki kostur á að koma með og tæma fiðrildagildru sem er staðsett hjá sjálfvirku veðurstöðinni hér í Neskaupstað.
Allir velkomnir frítt inn.