Kvöldvaka í Kreml - "Starfsemi Náttúrustofu Austurlands"
Starfstöð ÞNA í Neskaupstað stendur fyrir kvöldvökum mánaðarlega á miðvikudagskvöldum í vetur. Fjallað er um efni tengt byggðarlaginu og mannlífinu. Kvöldvökugestir eru hvattir til að koma með innlegg og ábendingar.Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 20:00 verður þriðja kvöldvaka haustsins:Starfsemi Náttúrustofu AusturlandsJón Ágúst Jónsson hefur framsögu.Boðið verður upp á einfaldar kaffiveitingar.Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis þökk sé styrk frá SÚN