Hreindýraveiðum lokið þetta haustið
Samkvæmt upplýsingum á vefnum hreindyr.is náðist að veiða allan útgefinn hreindýrakvóta ársins en veiðitímabilinu lauk í gær.
Útgefin voru 1001 leyfi til að veiða 421 hreintarf og 580 hreinkýr. Tarfaveiðinni lauk 15 september en veiða má kýr fimm dögum lengur.
Aðstæður á veiðitímabilinu voru oft erfiðar enda veðurfar ekki eins og best verður á kostið til á austurlandi, mikið um þoku og lélegt skyggni. Engu að síður gekk veiðin vonum framar og var síðasta hreinkúin felld um kl 20 í gærkvöld.
Nánari upplýsingar um veiðarnar má finna á www.hreindyr.is