Öskudagur 2011
Öskudagurinn var í gær, og fengum við á Náttúrustofu Austurlands og Matís heimsóknir frá syngjandi börnum sem létu ekki kulda og kóf standa í vegi fyrir því að rölta á milli fyrirtækja syngja og fá í staðinn gotterí í pokann sinn. Það er liðin sú tíð að fólk og þó aðallega börn hengi öskupoka hvert á annað en í stað þess kominn sá siður að ganga milli fyrirtækja og stofnanna og syngja og fá nammi fyrir.