Hreindýraveiðisvæði
Náttúrustofa Austurlands gerir tillögur til Hreindýraráðs um veiðikvóta hreindýra ár hvert svo og ágangssvæði. Hreindýraráð gerir svo tillögur til Umhverfisstofnunar sem gerir tillögur til umhverfisráðherra.
Tillögur hvers árs má sjá undir Útgefið efni á heimasíðu Náttúrustofunnar.
Það er Umhverfisstofnun sem heldur utan um veiðarnar.
Kortið á þessari síðu er hugsað til gamans fyrir áhugamenn um veiðisvæðin. Einnig er hægt að skoða mörkin í þessari KML skrá. Engin ábyrgð er tekin á mörkunum, sem byggð eru á sveitarfélagamörkum frá LMÍ sem gefin eru út í litlum mælikvarða.
Nánar um veiðisvæðin á vef Umhverfisstofnunar og um skiptingu stofnsins í hjarðir hér.
Veiðisvæði kort: