Storkur á ferð á Austfjörðum
Undanfarið hefur sést til hvítstorks (Ciconia ciconia) á nokkrum stöðum á Austfjörðum, meðal annars í Breiðdalsvík. Storkar eru sjaldséðir gestir hér á Íslandi en búsvæði þeirra er í Evrópu á sumrin í Afríku yfir veturinn. Helsta fæða storka eru eðlur, snákar, froskar og skordýr. Storkar eru þekktir fyrir stór hreiður sem þeir byggja á húsum eða öðrum mannvirkjum ef hentug tré eru ekki til staðar. Einnig hafa þeir orð á sér fyrir að færa með sér gæfu og goðsagnir segja að hann komi með börnin. Fréttir af komu storksins voru meðal annars á fréttavefnum mbl.is.