Ný íslensk steind
Árið 2001 fannst skærblá steind á austurlandi. Athuganir Náttúrufræðistofnunar Íslands sýndu að hér er um afar sjaldgæfa steind að ræða. Steindin kallast cavansít og hefur aðeins fundist á tveimur öðrum stöðum í heiminum, í Oregon í Bandaríkjunum og á Indlandi.
Umfjöllun um cavansít og mynd af steindinni á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.