Náttúrustofa Austurlands aðstoðar Verkmenntaskóla Austurlands við fuglatalningar
Líffræðinemendur í áfanganum LÍF 113 við VA réðust í það stóra verkefni miðvikudaginn 12. febrúar sl. að telja alla fugla í þéttbýli Norðfjarðar frá Norðfjarðarvita inn í Norðfjarðarhöfn. Undirbúningi var þannig háttað að nemendur heimsóttu Náttúrugripasafnið í Neskaupstað, skoðuðu þær tegundir sem hér hafa vetursetu og útlit algengra flækingsfugla. Eftir heimsóknina á safnið var farið í skoðunarferð um bæinn og nemendur æfðir í að þekkja og greina tegundir. Á sjálfan talningardaginn var veður gott, léttsýjað, 4m/s og frost um 2°C. Í lokin gerðu nemendur sameiginlega skýrslu þar sem niðurstöður talninga komu fram. Í skýrslunni fjölluðu nemendur einnig um vistfræði fugla og lýstu völdum tegundum.
Dagana fyrir talninguna hafði tíð verið afar rysjótt og er það líkleg ástæða fyrir því að fuglarnir voru mun dreifðari á talningardaginn en dagana áður þegar æðarfuglinn var í flekum í höfninni. Talningin nær aðeins yfir þá fugla sem hægt var að greina til tegunda með venjulegum sjónaukum. Þess ber að geta að mikið var af fugli sunnantil í firðinum og utan við vitann en þeir fuglar voru ekki taldir.
Föstudaginn 14. febrúar stóð Náttúrustofan fyrir talningu á strandlínunni frá Norðfjarðarvita inn í Norðfjarðarhöfn.
Fuglatalningar nemenda Verkmenntaskóla Austurlands.
Fugl | O | OX | X | Alls |
Æðarfugl | 633 | 3 | 0 | 636 |
Hávella | 96 | 0 | 0 | 96 |
Stokkönd | 14 | 0 | 0 | 14 |
Dílaskarfur | 2 | 0 | 0 | 2 |
Silfurmáfur | 34 | 19 | 33 | 86 |
Rita | 2 | 97 | 0 | 99 |
Hrafn | 0 | 5 | 0 | 5 |
Snjótittlingur | 148 | 476 | 156 | 780 |
Dúfa | 3 | 12 | 0 | 15 |
Rjúpa | 2 | 0 | 0 | 2 |
Músarindill | 2 | 0 | 0 | 2 |
Svartþröstur | 3 | 0 | 0 | 3 |
Toppönd | 3 | 0 | 0 | 3 |
Stari | 0 | 1 | 0 | 1 |
Langvía | 3 | 0 | 0 | 3 |
Haftyrðill | 1 | 0 | 0 | 1 |
Alls: | 1748 |
Útskýringar:
O - situr kyrr
OX - flýgur innan svæðis
X - flýgur milli svæða
Náttúrustofu Austurlands
14. febrúar
Hávella | 550 |
Æður | 2300 |
Stokkönd | 14 |
Dílaskarfur | 9 |
Straumönd | 23 |
Æðarblendingur | 1 |
Stokkönd blendingur | 1 |
Toppönd | 1 |
Langvía | 4 |
Himbrimi | 1 |
Álka | 9 |
Stuttnefja | 1 |
Skógarþröstur | 10 |
Gráþröstur | 1 |
Músarindill | 1 |
Hrafn | 4 |
Töluvert var af ritu og silfurmáf en þeir voru ekki taldir