Testosterón stjórnar vexti horna hjá hreintörfum
Kynhormóninn testosterón stjórnar vaxtarferli horna hreintarfa. Hornavöxturinn miðar að því að þau séu fullþroskuð og hörnuð er fengitími hefst upp úr miðjum september. Í nóvember og desember fella síðan fullorðnir tarfar hornin og þeir elstu og stærstu fyrst.
Tarfarnir eru síðan kollóttir í fjóra mánuði en þá fara ný horn að vaxa. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra tarfa úr 13 tarfa hópi á túninu við Bót í Fellum fast við þjóðveginn þann 10. nóvember sl. Þrír þeirra höfðu fellt horn sín og tveir annað hornið. Tveir tarfanna voru hornbrotnir eftir átök fengitímans.
Ljósmyndir©Skarphéðinn Þórisson.