Tarfar með vír í hornum á Seyðisfirði
Þann 5. nóvember hafði Magnús Jónasson samband við Náttúrustofuna og sagði frá þremur hreindýrum Við Fjarðarselsvirkjun með vír á hornum. Tveir þeirra voru fastir saman. Stuttu seinna hurfu tveir þeirra. Sá sem eftir var hafði enn vír á hornunum en hann var annar þeira sem höfðu verið fastir saman.
Þann 20. nóvember var heilsað upp á hann og var þá vírinn farinn að særa hann á hálsi. Þann 23. nóvember átti síðan að reyna að svæfa hann með deyfibyssu en þá reyndist vera búið að losa hann við vírinn og hann orðinn einhyrntur. Síðar fréttist að Borgþór Jóhannsson hafði farið fyrir flokki manna sem náðu dýrinu og náðu vírnum af.
Alltof algengt er að hreintarfar fái vír á horninn sem oftar en ekki drepur þá. Hér er engu öðru um að kenna en trassaskap manna er skilja gamlan girðingavír, símavír eða eitthvað þvíumlíkt eftir á víðavangi. Eru allir þeir sem málið varðar hvattir til að taka til heima hjá sér svo koma megi í veg fyrir þetta í framtíðinni.