Hornprúður boli
Þann 24. október rak Halldór W. Stefánsson augun í merki í hægra eyra tarfs á Fagradal. Hann var þar í hópi rúmlega 100 dýra, hinni svokallaðri Reyðarfjarðarhjörð. Seinna sást að merkið var hvítt og með tölustafnum 8. Tarfurinn hafði verið merktur af Jóni Agli Sveinssyni og Reimari Ásgeirssyni þann 24. maí 2004 undir fjallinu Andra inn af Eskifirði. Þá var tarfurinn ungi myndaður af Reimari Ásgeirssyni. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er tarfurinn afar hornprúður af tveggja ára tarfi að vera og hefði eflaust verið talinn þriggja ára ef merkið hefði ekki sést.
Þá var tarfurinn ungi myndaður af Reimari Ásgeirssyni. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er tarfurinn afar hornprúður af tveggja ára tarfi að vera og hefði eflaust verið talinn þriggja ára ef merkið hefði ekki sést.