Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrustofuþing í Bolungarvík

thumb_vid vinnuna Þann 21. nóvember næstkomandi munu Samtök náttúrustofa á Íslandi (SNS) standa fyrir náttúrustofuþingi. Þetta er í þriðja skipti sem slíkt þing er haldið í tengslum við ársfund félagsins.

 

Samtök náttúrustofa voru stofnuð árið 2002 og eru aðilar að þeim Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Norðausturlands, Náttúrustofa Austurlands, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrustofa Vesturlands og Náttúrustofa Vestfjarða. Heimasíða SNS

 

 

 

Tilgangur Náttúrustofuþinga er að vekja athygli á og kynna starfsemi náttúrustofa og samvinnu þeirra við aðrar skyldar stofnanir í landinu, svo sem Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Háskóla Íslands og aðra háskóla. 
 Þingið verður haldið á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur og hefst kl. 12:00 þann 21. nóvember 2007.

Aðalfundur Samtaka náttúrustofa
Náttúrugripasafnið í Bolungarvík
Kl: 12:00 - 16:00. 20.-21. nóvember 2007.

Dagskrá

20. nóvember – þriðjudagur

12:00 - 13:00  Hádegismatur.

13:00 - 14:30 Fundur forstöðu- og stjórnarmanna Náttúrustofanna.
 Fundur starfsmanna Náttúrustofanna.
14:40 - 15:00 Samantekt fundanna og dagskrá aðalfundar SNS full mótuð og prentuð. Kaffi. 
15:00 - 16:45 Aðalfundur SNS.
 1. Skýrsla stjórnar.
a) Skýrsla formanns.
b) Skýrslur vinnuhópa.
2.  Afgreiðsla reikninga.
3.  Lagabreytingar.
4.  Skipun stjórnar.
5.  Skipun í vinnuhópa.
6. Kosning skoðunarmanns reikninga.
7.  Ákvörðun um árgjöld og/eða önnur framlög.
8 Umræður og ályktanir.
9.  Önnur mál.
(Aðalfundi frestað ef þess gerist þörf – sjá 21. nóvember)
16:45 - 17:00 Undirbúningur fyrir ferð til Súðavíkur.
17:00 - 19:00 Skoðun á ljósaeldinu í Súðavík. Rútuferð frá Bolungarvík til Súðavíkur og svo bátur að eldiskvíunum. Hlý föt nauðsynleg og brjóstbirta.
20:00 Kvöldmatur á slaginu átta.

 

21. nóvember – miðvikudagur

09:00 - 11:00  Aðalfundur SNS - framhald

 

 


Náttúrustofuþing

Ársfundur Samtaka náttúrustofa
Náttúrugripasafnið í Bolungarvík
Kl: 12:00 - 16:00. 21. nóvember 2007.

Dagskrá - 21. nóvember 2007 - miðvikudagur

11:00 - 12:00  Hádegismatur.

12:00 - 12:10 Setning fundar: Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
12:10 - 12:20 Ávarp umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur.
12:20 - 12:30 Þorkell Lindberg Þórarinsson formaður stjórnar SNS. Kynning á starfsemi náttúrustofa.
12:30 - 12:35 Þorleifur Eiríksson. Náttúruúttekt SNS – Geirþjófsfjörður.
12:35 - 12:45 Þorsteinn Sæmundsson. Er ástæða til að hafa áhyggjur af Orravatns-rústum? Náttúrustofa Norðurlands vestra.
12:45 - 12:55 Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson. Ástand sjófuglastofna við Skjálfanda. Náttúrustofa Norðausturlands.
12:55 - 13:05 Gerður Guðmundsdóttir og Skarphéðinn Þórisson. Gróðurvöktun með fjarkönnun á Vesturöræfum og Kringilsárrana. Náttúrustofa Austurlands.
13:05 - 13:15 Róbert A. Stefánsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Menja von Schmalensee, Kristín Ólafsdóttir og Jörundur Svavarsson. Ógnar mengun erninum? Náttúrustofa Vesturlands.
13:15 - 13:25 Erpur Snær Hansen. Sjófuglarannsóknir við Vestmannaeyjar. Náttúrustofa  Suðurlands.
13:25 - 13:35 Sveinn Kári Valdimarsson og Sigríður Kristinsdóttir. Kortlagning fjara á Reykjanesi. Náttúrustofa Reykjaness.
13:35 - 13:45 Francesca Popazzi og Þorleifur Eiríksson. The potential impact of organic pollution from small seaside communities in Iceland. Náttúrustofa Vestfjarða.
13:45 - 14:10 Kaffi.
14:10 - 14:20 Hilmar Malmquist. Samstarf náttúrufræðistofnana. Náttúrufræðistofa Kópavogs.
14:20 - 14:25 Undirritun samstarfssamnings SNS og Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Undirritun samstarfssamnings SNS og Landbúnaðarháskóla Íslands.
14.25 - 14.35 Jón Gunnar Ottósson. Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofur. Náttúrufræðistofnun Íslands.
14:35 - 15:00 Umræður.

15:00 - Veitingar.

Fyrir hönd Samtaka náttúrustofa
Þorkell Lindberg Þórarinsson

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir