Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Rannsóknir

Hreindýr- rannsóknir

Vöktun og rannsóknir á íslenska hreindýrastofninum
Samkvæmt breytingum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sem gerðar voru í maí 2000, annast Náttúrustofa Austurlands nú vöktun og rannsóknir á hreindýrastofninum. Rannsóknir á hreindýrastofninum fela annars vegar í sér hagnýtar rannsóknir  m.a. vegna vöktunar hreindýrastofnsins og vegna mats á ágangi hreindýra á land og hins vegar almennar rannsóknir til að auka þekkingu á líffræði og lifnaðarháttum hreindýra.

Hreindýratalningar Náttúrustofu Austurlands sumars og veturs
Hreindýr er talin á hverju ári til þess að meta stofnstærð. Verkefnisstjóri hreindýrarannsókna á vegum Náttúrustofu Austurlands er Skarphéðinn G. Þórisson. Hér er fjallað um hreindýratalningar á Vísindavefnum.
Tölur úr hreindýratalningum.

Rannsóknir á áhrifum fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar á íslenska hreindýrastofninn
Rannsóknir á áhrifum fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar á íslenska hreindýrastofninn fólust meðal annars í því að fylgst var með fari og farleiðum hreindýra norðan Vatnajökuls úr lofti.  Í þeim tilgangi var flogið yfir svæðið, dýrin staðsett, ljósmyndir teknar af hreindýrahópunum og fjöldi hreindýra á hverju svæði fundinn með aðstoð ljósmyndanna. Unnin var skýrsla sem byggði á þessum rannsóknum og fyrirliggjandi gögnum.  Einnig hefur verið lagt til að farið verði í frekari rannsóknir til að fylgjast betur með fari dýranna og þýðingu lónstæða fyrir þau.  Þar hefur verið stungið upp á að sett verði GPS staðsetningartæki í hálsól á nokkur dýr sem mundi staðsetja þau 12 sinnum á dag í 2 ár. 

Rannsóknir á áhrifum hreindýrabeitar á gróðurfar í Sandvík
Sandvík hentar afskaplega vel til  rannsókna á áhrifum hreindýrabeitar á gróðurfar þar sem engin önnur beitardýr ganga þar, auk þess sem svæðið er vel afmarkað landfræðilega og þar lifir staðbundinn hreindýrastofn.  Verkefnið er kostað af hreindýraarði sem sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur fengið úthlutað.   Göngugarpar sem lagt hafa leið sína um Gerpisskarð s.l sumur hafa eflaust tekið eftir hælum og girðingum, ekki langt frá stikaðri gönguleið Ferðafélags fjarðamanna undir Hádegistindi í Sandvík, en þar er búið að koma upp rannsóknarreitum.  Rannsóknarreitirnir eru annars vegar afgirtir með hárri rafmagnsgirðingu til að hindra að hreindýrin komist í gróðurinn.  Hins vegar er um að ræða samanburðarreiti sem ekki eru afgirtir. Um sumarið 2002 var þyrla fengin til að aðstoða við fluttning girðingarefnis yfir í Sandvík en girðingar voru þá orðnar nokkuð illa farnar eftir hreindýr og vetur konung.

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir