Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fjöldi og dreifing hreindýra norðan Vatnajökuls 22. júní 2007

hhopur1 Þann 22. júní voru Snæfellsöræfi gróflega könnuð úr lofti til að athuga dreifingu hreindýra. Þó svo að tilgangurinn hafi ekki verið hefðbundin hreindýratalning og aðeins flogið í rúma tvo klukkutíma sáust álíka mörg hreindýr á þessum slóðum og í hefðbundinni hreindýratalningu 6. júlí 2006.

Flogið var inn Fellaheiði yfir Álftavötnum, inn yfir Bessastaðavötn og svæðið innan raflínu á milli Gilsárvatna og Eyvindarár leitað svo og í kringum og innan Þrælaháls. Flogið inn Vesturöræfi vestan hnjúka og yfir Sauðárfit. Sveimað yfir Kringilsárrana og Sauðafelli og síðan aftur á Vesturöræfi innan Háalda og þaðan austur fyrir Snæfell. Flogið út yfir Þóriseyjum, út Múla austan Ragnaborgar, yfir á Flatarheiði innarlega og síðan niður Gilsárdalinn. Hópana tvo á Vesturöræfum og hópinn á Eyjabökkum hafði Sveinn séð fimm dögum áður á svipuðum slóðum en dreifðari og í fleiri hópum.
 

hhopur4

hhopur2hhopur3  
 

 

 

 

Í fyrstu töflu eru niðurstöður talningar sýndar.

 

 

22.6.2007

Kýr

Kálfar

Tarfar

Samt.

 

1

Fljótsdalsh.

 

 

23

23

við yrstu og nyrstu Bessastaðavötnin

2

Fljótsdalsh

 

 

50

50

nálægt Grautarflóa

3

Fljótsdalsh

 

 

158

158

rétt norðan Kofaöldu fyrir miðjum Gilsárvötnum

4

Fljótsdalsh

 

 

21

21

beint austan Fjallaskarðs austan Eyvindarár

5

Fljótsdalsh

177

138

 

315

stutt utan við Þórisstaðakvísl stutt innan slóðar

6

Fljótsdalsh

183

105

 

288

um 500 m frá síðasta hópi

7

Fljótsdalsh

447

260

 

707

S Þrælaháls stutt utan Kárahnjúkavegar rétt A við slóð

8

Vesturöræfi

285

144

 

429

Sauðárfit innan Sauðakofa NV V Háöldu

9

Kringilsárr.

117

78

 

195

stutt V Jöklu innan Hrauka (á móts við bíl Ómars)

10

Kringilsárr

38

28

 

66

innan Hrauka A malarhrúga V í Rana

11

Kringilsárr

36

26

 

62

stutt V við 10

14

Kringilsárr

 

 

8

8

utan við Hrauka austarlega

12

Vesturöræfi

173

140

 

313

á milli Háalda

13

Eyjabakkar

127

83

 

210

Þóriseyjar, innan og V við Bergkvíslarkofa

15

Gilsárdalur

 

 

12

12

innarlega

16

Gilsárdalur

 

 

17

17

á svipuðum slóðum

17

Gilsárdalur

 

 

3

3

aðeins utar

18

Gilsárdalur

 

 

13

13

utan í Mosabungu

 

 

1583

1002

305

2890

 

Niðurstöður hreindýratalningar þann 22. júní 2007 á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði.

Ef niðurstöður talningarinnar eru bornar saman við hreindýratalninguna 6. júlí 2006 er heildarfjöldi svipaður. Tarfar halda sig mikið utan aðalhópanna og ljóst að aðeins hluti þeirra og misstór á milli ára finnst á Fljótsdals- og Fellaheiði. Hins vegar hefur svipaður fjöldi tarfa leitað árlega í Kringilsárrana. Þar sem nú fundust aðeins átta tarfar þar er líklegt að þeir séu enn á leiðinni en á vetrum ganga þeir á Jökuldalsheiði og enda líklega á túnum á utanverðum Jökuldals síðustu vikur og mánuði fyrir vorfarið. Eflaust er eitthvað breytilegt á milli ára hvenær þeir koma í Sauðafell og Kringilsárrana en rannsóknir benda til þess að það sé yfirleitt í júnílok. Um fjórðungur dýranna var á Vesturöræfum sem er fjölgun frá júlítalningu í fyrra en fróðlegt verður að sjá hvar þau dýr verða fyrri partinn í júlí. Í Kringilsárrana voru nú um 70 fleiri kýr heldur en í fyrra sem vonandi gefur vísbendingu um að kúm séu að fjölga norðan Jökulsár á Dal. Ljóst er líka að Hálslón hefur ekki hindrað kýr í að ná í Kringilsárrana ef einhverjar hafa komið í hann að austan.

Tekið skal fram að einhverjir vetrungar leynast með kúnum og törfunum í fyrstu og annarri töflu. Auk þess eru meiri líkur á að yfirsjást litla vetrungahópa en stóru kúahjarðirnar og gæti því vantað eitthvað af vetrungum í talningarnar.

 

 

Kýr

Kálfar

Tarfar

Samtals

 

2006

2007

2006

2007

2006

2007

2006

2007

Fljótsdalsheiði

1279

807

650

503

197

252

2126

0,72

1562

0,55

Vesturöræfi

283

458

182

284

6

0

471

0,16

742

0,26

Kringilsárrani

120

191

57

132

114

8

291

0,10

331

0,12

Undir Fellum

35

127

5

83

6

0

46

0,02

210

0,07

 

1717

1583

894

1002

323

260

2934

 

2845

 

 

0,59

0,56

0,30

0,35

0,11

0,09

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Samanburður á hreindýratalningu 6. júlí 2006 og talningu 22. júní 2007.


Kálfahlutfall af heild er nú 35% eða 5% hærra en í fyrra og er það með því hæsta sem þekkist hérlendis.

Stefnt er að hefðbundinni hreindýratalningu í annarri viku af júlí. Þá er ráðgert að leita til viðbótar við hefðbundið talningarsvæði norðan Vatnajökuls á og við Sandfell í Skjöldólfsstaðaheiði og Tunguheiði en grunur leikur á að dýr gangi þar sumarlangt eins og þau gerðu á fyrri hluta 9. áratugarins.

 

Skarphéðinn G. Þórisson

27. júní 2007

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir